„Við fáum margar tilkynningar frá almenningi um hugsanleg fótspor en mikið af þeim eru jarðfræðileg ummerki sem er auðvelt að taka fyrir fótspor,“ hefur CNN eftir Susannah Maidment, fornleifafræðingi, sem vann að rannsókninni.
Um er að ræða 200 milljóna ára gömul fótspor eftir risaeðlu.
Þegar fornleifafræðingar skoðuðu myndirnar töldu þeir ekki útilokað að þær væru af alvöru fótsporum og því var teymi sérfræðinga sent til Penarth til að rannsaka þau nánar. Niðurstaðan var að hér væri um fótspor eftir dýr að ræða.
Talið er að sporin séu eftir sauropoder sem voru plöntuætur með langan háls eða dýr af sömu ætt. Sérfræðingar telja að sporin séu 200 til 251 milljón ára gömul.
Vitað er að sauropoder lifðu þar sem nú er Bretland á fyrrgreindu tímabili og bein úr sauropod hafa fundist í Somerset.