fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Mögnuð uppgötvun í Penarth í Wales

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. janúar 2022 07:00

Risaeðluspor. Mynd:NHM London/Peter Falkingham

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2020 bárust náttúrugripasafninu í Lundúnum myndir af fótsporum sem höfðu fundist í bænum Penarth í Wales. Í byrjun voru sérfræðingar safnsins fullir efasemda um það sem sást á myndunum en nú hafa þeir hoppað hæð sína í loft upp og ráða sér ekki af gleði yfir því sem þeir hafa uppgötvað.

„Við fáum margar tilkynningar frá almenningi um hugsanleg fótspor en mikið af þeim eru jarðfræðileg ummerki sem er auðvelt að taka fyrir fótspor,“ hefur CNN eftir Susannah Maidment, fornleifafræðingi, sem vann að rannsókninni.

Um er að ræða 200 milljóna ára gömul fótspor eftir risaeðlu.

Þegar fornleifafræðingar skoðuðu myndirnar töldu þeir ekki útilokað að þær væru af alvöru fótsporum og því var teymi sérfræðinga sent til Penarth til að rannsaka þau nánar. Niðurstaðan var að hér væri um fótspor eftir dýr að ræða.

Talið er að sporin séu eftir sauropoder sem voru plöntuætur með langan háls eða dýr af sömu ætt. Sérfræðingar telja að sporin séu 200 til 251 milljón ára gömul.

Vitað er að sauropoder lifðu þar sem nú er Bretland á fyrrgreindu tímabili og bein úr sauropod hafa fundist í Somerset.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn