fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Líkurnar eru 1 á móti tveimur milljónum – Tvíburarnir fæddust á sitt hvoru árinu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. janúar 2022 15:45

Aylin og Alfredo Trujillo Mynd:Natividad Medical Center

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sjaldgæft að tvíburar eigi ekki sama afmælisdaginn en getur auðvitað komið fyrir. En það er öllu sjaldgæfara að þeir fæðist á sitthvoru árinu. Það gerðist í Kaliforníu nú um áramótin þegar Fatima Madrigal og Robert Trujillo eignuðust tvíbura með 15 mínútna millibili en það dugði til að þeir fæddust á sitthvoru árinu.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Alfredo Antonio Trujillo hafi fæðst klukkan 23.45 á sjúkrahúsi í Kaliforníu. Fimmtán mínútum síðar, þegar klukkan sló á miðnætti, kom systir hans, Aylin Yolanda Trujillo, í heiminn. Alfredo fæddist sem sagt á gamlársdag en Aylin á nýársdag.

Aylin var fyrsta barn ársins á Natividad Medical Center í Monterey County.

Fatima sagði að það væri undarlegt að eiga tvíbura sem eigi sitthvorn afmælisdaginn. „Ég var hissa og ánægð þegar hún fæddist á miðnætti,“ sagði hún.

Tvíburarnir eiga þrjú systkin, tvær systur og bróðir.

Um 120.000 tvíburar fæðast árlega í Bandaríkjunum eða um 3% allra fæðinga. En það er ákaflega sjaldgæft að tvíburar eigi ekki sama afmælisdaginn og talið er að líkurnar á að þeir fæðist á sitthvoru árinu séu 1 á móti tveimur milljónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga