Því var byrjað að gefa svokallaðan örvunarskammt, þriðja skammtinn og í Ísrael er meira að segja byrjað að gefa ákveðnum hópum fjórða skammtinn.
Andrew Pollard, prófessor við Oxford háskóla og einn af þeim sem þróuðu bóluefni AstraZeneca, sagði í samtali við The Telegraph að það sé ekki rétta leiðin að bólusetja fólk á sex mánaða fresti. Það verði að leita annarra leiða. „Við getum ekki bólusett alla heimsbyggðina á sex mánaða fresti. Við neyðumst til að einbeita okkur að áhættuhópum í stað þess að bjóða öllum eldri en 12 ára bólusetningu,“ sagði hann.
Hann telur einnig að það þjóni engum tilgangi að gefa börnum niður í 12 ára aldur örvunarskammt. „En við þurfum frekari gögn til að meta hvenær og hversu oft við eigum að bólusetja áhættuhópa,“ sagði hann.
Í Ísrael er byrjað að bjóða íbúum á dvalarheimilum aldraðra fjórða skammtinn og Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði nýlega í samtali við ZDF sjónvarpsstöðina að Þjóðverjar eigi að fá fjórða skammtinn. Pollard telur að þetta sé ekki rétt leiðin. „Það versta er afstaðið. Við þurfum bara að komast í gegnum veturinn. Á einhverjum tímapunkti verðum við að opna samfélagið alveg á nýjan leik,“ sagði hann.