fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Slæm tíðindi frá WHO – Ómíkron gæti þróast í nýtt afbrigði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 21:30

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar herjar nú af miklum þunga á heimsbyggðina. Það hefur af mörgum verið talið skásti kosturinn í stöðunni þar sem það virðist almennt ekki valda eins alvarlegum veikindum og önnur afbrigði veirunnar. En Alþjóðaheilbrigðismálstofnunin WHO segir að það sé full ástæða til að hafa varann á sér.

Catherine Smallwood, yfirmaður viðbragðsdeildar WHO, sagði nýlega í samtali við AFP að ástandið geti enn versnað. „Þeim mun meira sem Ómíkron breiðist út, þeim mun meira sem það smitast og þeim mun meira sem það afritar sig sjálft, þeim mun líklegra er að það geti leitt af sér nýtt afbrigði,“ sagði hún.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem WHO sendir frá sér aðvörun vegna heimsfaraldursins en þær hafa ekki allar gengið eftir.

Þessi nýjasta aðvörun kemur í kjölfar „jákvæðra“ frétta af Ómíkron sem margir telja ekki eins hættulegt og fyrri afbrigði veirunnar.

En þrátt fyrir að telja megi að dánartíðni af völdum Ómíkron sé lægri en af völdum fyrri afbrigða benti Smallwood á þá óþægilegu staðreynd að afbrigðið sé samt sem áður banvænt. „Það getur orðið fólki að bana. Kannski í færri tilvikum en Deltaafbrigðið en hver veit hvað næsta afbrigði hefur í för með sér,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum