fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Pressan

Á dánarbeðinum skýrði Tom loksins frá leyndarmáli sínu – Engan hafði grunað nokkuð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 07:11

Thomas Randele. Skjáskot:WBZ-TV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu áður en Thomas (Tom) Randele, lést í maí á síðasta ári, 71 árs að aldri, bauð eiginkona hans, Kathy, vinum þeirra heim til þeirra í Boston til að kveðja Tom en hann lá banaleguna með lungnakrabbamein.

Tom og Kathy höfðu verið gift í 40 ár og vinir hans segja að hann hafi verið ein sú besta manneskja sem þeir hafi þekkt á lífsleiðinni. Hann var vel liðinn fjölskyldumaður sem fannst gaman að spila golf með vinum sínum og var samviskusamur í vinnunni en hann starfaði sem bílasali.

Randele hafði misst röddina þegar þarna var komið við sögu svo vinir hans kvöddu hann án þess að heyra hann segja frá stærsta leyndarmáli lífs síns. En hann hafði upplýst fjölskyldu sína um rétta nafn sitt og það sem hann gerði áratugum áður.

Fór huldu höfði í hálfa öld

Leyndarmál Tom var að honum hafði tekist að leynast fyrir lögreglunni í hálfa öld. Árið 1969 hét hann Ted Conrad. Hann starfaði í Society National Bank í Cleveland. Fljótlega eftir að hann var ráðinn til starfa þar áttaði hann sig á að öryggismálin í bankanum voru ekki upp á marga fiska. „Það hefði verið svo auðvelt að labba þaðan út með mikið af peningum,“ sagði hann við vini sína.

Russel Metcalf, sem var besti vinur Ted í framhaldsskóla, sagði í samtali við AP að hann hefði talið að Ted væri að grínast. Hann hefði ekki í sínum villtustu draumum getað ímyndað sér að hann léti verða af þessu, en það gerði hann.

Theodore J. Conrad (Ted) á yngri árum.

Daginn eftir að Ted hafði fagnað tvítugsafmæli sinu gekk hann út úr bankanum með pappírspoka sem í voru 215.000 dollara. Þetta var á föstudagseftirmiðdegi í júlí. Þjófnaðurinn uppgötvaðist ekki fyrr en á mánudeginum en þá var Ted kominn í annan landshluta.

Hann sleit öllu sambandi við foreldra sína og þrjú systkini.

Þjófnaðurinn vakti ekki mikla athygli því í sömu viku voru flestir uppteknir við að fylgjast með ferð Apollo 11 til tunglsins. En það var þó einn lögreglumaður sem gleymdi þessu aldrei og sonur hans hafði sama áhuga á málinu og hann.

John Elliot var frekar nýr í starfi hjá U.S. Marshals þegar Ted stal peningunum. Honum var falið að rannsaka málið og reyna að finna Ted. Segja má að hann hafi tekið málið mjög persónulega og var hann heltekinn af því og það sama á við um son hans sem rannsakaði það í frítíma sínum. Það má í raun þakka þeim fyrir að málið upplýstist að lokum.

Sannkallaður herramaður

Líklegt er talið að Ted hafi fengið hugmyndina að þjófnaðinum úr kvikmyndinni „The Thomas Crown Affair“ frá 1968. Hann sá myndina að minnsta kosti sex sinnum og gamlir vinir hans segja að hann hafi byrjað að stæla lífsstíl aðalpersónunnar.

Eftir þjófnaðinn hafði Ted hægt um sig. Í janúar 1970 gekk hann inn í ráðhúsið í Boston og bað um nýja kennitölu og gaf upp nafnið Thomas Randele. Hann sagði fæðingardag sinn vera tveimur árum áður en hann fæddist í raun og veru. Hann settist að í Boston, kvæntist Kathy árið 1982 og eignaðist barn með henni. Hann lifði rólegu lífi og lét lítið fyrir sér fara. Hann seldi Volvo og Land Rover bíla í tæplega 40 ár.

Thomas Randele á efri árum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann virtist aldrei vera smeykur við að hitta nýtt fólk. „Hann var góð sál. Þú veist, kurteis, vel máli farinn,“ sagði Jerry Healy sem starfaði með honum árum saman. „Engan grunaði neitt og það er ekki auðvelt að plata okkur,“ sagði hann.

Matt Kaplan spilaði golf með honum árum saman og vann með honum árum saman. „Hann var skilgreiningin á herramanni,“ sagði hann um þennan gamla vin sinn eftir að sannleikurinn um fortíð hans kom í ljós.

Ekki er vitað hvað hann gerði við þýfið en verið er að rannsaka hvort hann hafi tapað þeim á slæmum fjárfestingum.

Þrátt fyrir að hann og fjölskyldan hafi lifað þægilegu millistéttarlífi varð fjölskyldan gjaldþrota 2014.

Fjölskyldan vill ekki tjá sig

Fjölskylda hans hefur ekki viljað veita viðtöl vegna málsins og tilkynnti yfirvöldum heldur ekki um uppljóstrun Tom eftir andlát hans.

Það var minningargrein, sem var birt á Internetinu, sem kom lögreglunni á sporið því fæðingardagurinn, sem kom fram í greininni, passaði ekki við opinber gögn. Rannsóknina var hægt að byggja á gögnum sem John Elliot hafði aflað í gegnum tíðina en hann var látinn þegar þarna var komið við sögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni
Pressan
Í gær

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold