Sólarskjöldurinn er á stærð við tennisvöll og jafn þunnur og mannshár. Sjónaukinn á að nema merki sem berast frá fjarlægustu kimum alheimsins. Hann er gríðarlega viðkvæmur fyrir hita, til dæmis frá sólinni því sjónaukinn nemur innrauða geisla en hitageislar geta skemmt þá.
BBC segir að sólarskjöldurinn sé í fimm lögum og hafi þurft að breiða hvert lag út fyrir sig. Hvert lag er á þykkt við mannshár.
Næsta verkefni er að koma spegli sjónaukans á sinn stað. Hann er 6,5 metrar í þvermál eða þrisvar sinnum stærri en Hubble-geimsjónaukinn.