fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Björguðu fimm unglingum úr klóm ofbeldismanna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 15:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá miðjum október og fram á aðfangadag stóð U.S. Marshals Service, sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið, fyrir aðgerðinni „Boo Dat 2021“. Markmiðið var að hafa uppi á unglingum sem var saknað.  Það tókst og meðal þeirra sem var bjargað úr klóm ofbeldismanna voru fimm unglingar í New Orleans.

Þetta eru stúlkur á aldrinum 14 til 17 ára. Tvær þeirra eru 15 og 16 ára systur sem voru „hugsanlega beittar kynferðislegu ofbeldi“ segir í tilkynningu frá yfirvöldum.

Rúmlega 30 voru handteknir í tengslum við aðgerðina. Meðal þeirra er maður sem handtökuskipun hafði verið gefin út á fyrir gróf kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku í San Patricio County í Texas. Hann hafði verið á flótta undan lögreglunni.

Ein stúlknanna, sem er 16 ára, hafði stungið af að heiman frá sér í Louisiana. Hún stal fjölskyldubílnum og skammbyssu. Hún fannst í New Orleans, sem er í Louisiana, þar sem hún bjó með nokkrum fullorðnum, þar á meðal nektardansmær.

14 ára stúlka fannst á hóteli í borginni ásamt tveimur 15 og 17 ára stúlkum. Talið er að sú 14 ára hafi verið seld í vændi. Í hótelherberginu angaði allt af maríúana og áfengi að sögn yfirvalda.

Önnur 15 ára stúlka fannst heima hjá 17 ára unnusta sínum og ættingja hans í íbúð í borginni. Hún hafði áður verið seld í vændi í Baton Rouge en dólgurinn, sem seldi aðgang að líkama hennar, var myrtur nýlega. Lögreglan hafði fengið upplýsingar um að stúlkan færi reglulega úr íbúðinni til að hitta eldri menn í austurhluta New Orleans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“