Þurrkar eru ekki óalgengir í Chile en sá ofurþurrkur sem nú herjar hefur staðið yfir síðan 2010 og segja vísindamenn að loftslagsbreytingarnar eigi hlut að máli, að minnsta kosti að hluta. CNN skýrir frá þessu.
Býflugnabændur vilja að stjórnvöld blandi sér í málið og sjái til þess að verð á hunangi hækki eða að þeir fái ríkisstuðning. Þeir hafa farið fram á fund með Sebastian Pinera, forseta.
Býflugnabændurnir settu um 60 býflugnabú, með um 10.000 flugum, á götuna fyrir framan forsetahöllina.
Sjö lögreglumenn voru stungnir af býflugum þegar þeir reyndu að handtaka býflugnabændurna og fjarlægja búin. Þeir voru fluttir á sjúkrahús.