fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

10.000 býflugur blönduðu sér í mótmæli – 7 lögreglumenn stungnir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 19:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir býflugnabændur voru handteknir á mánudaginn eftir mótmæli við forsetahöllina í Santiago í Chile. Hunangsframleiðendur hafa lengi átt í vandræðum vegna mikilla þurrka í landinu sem hafa haft neikvæð áhrif á fæðuuppsprettu býflugna, til dæmis blóm og korn. Söfnuðust býflugnabændur því saman við forsetahöllina til að mótmæla og krefjast aðstoðar frá stjórnvöldum.

Þurrkar eru ekki óalgengir í Chile en sá ofurþurrkur sem nú herjar hefur staðið yfir síðan 2010 og segja vísindamenn að loftslagsbreytingarnar eigi hlut að máli, að minnsta kosti að hluta. CNN skýrir frá þessu.

Býflugnabændur vilja að stjórnvöld blandi sér í málið og sjái til þess að verð á hunangi hækki eða að þeir fái ríkisstuðning. Þeir hafa farið fram á fund með Sebastian Pinera, forseta.

Býflugnabændurnir settu um 60 býflugnabú, með um 10.000 flugum, á götuna fyrir framan forsetahöllina.

Sjö lögreglumenn voru stungnir af býflugum þegar þeir reyndu að handtaka býflugnabændurna og fjarlægja búin. Þeir voru fluttir á sjúkrahús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú