fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Segir að Ómíkron geti breytt öllu – Lífið hugsanlega komið í eðlilegt horf eftir tvo mánuði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 06:59

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómíkron getur verið það afbrigði kórónuveirunnar sem hjálpar okkur við að losna úr heljargreipum heimsfaraldursins. Ástæðan er að það eru helmingi minni líkur á að fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús af völdum Ómíkron en Deltaafbrigðisins. Þetta getur hugsanlega orðið til þess að lífið komist í eðlilegt horf eftir um tvo mánuði.

Þetta sagði Tyra Grove Krause, faglegur forstjóri hjá dönsku smitsjúkdómastofnuninni (SSI) í viðtali í morgunþættinum „Go Morgen Danmark,“ á TV2 sjónvarpsstöðinni í gær.

Þegar hún var spurð hversu lengi veiran muni hafa afgerandi áhrif á líf Dana svaraði hún: „Ég tel að svo verði næstu tvo mánuði en síðan vona ég að smitum muni fækka og að líf okkar færist í eðlilegt horf.“

Hún sagði að hið bráðsmitandi Ómíkronafbrigði geti orðið okkur liðsstyrkur í baráttunni við kórónuveirunar. „Ómíkron er komið til að vera og það mun valda miklum fjölda smita næsta mánuðinn. Þegar það er afstaðið erum við í betri stöðu en áður,“ sagði hún.

Hún sagði jafnframt að margt bendi til að Ómíkronafbrigðið sé mildara og að margir muni því smitast af því en sleppi við alvarleg veikindi. Það muni verða til þess að gott hjarðónæmi náist.

Hún sagði að Ómíkron muni ná toppnum í janúar og að í febrúar muni smitum fara fækkandi og álagið á heilbrigðiskerfið muni þá um leið minnka. Janúar verði þó erfiður mánuður og að fólk verði að leggja hart að sér til að komast í gegnum mánuðinn. Þar vísaði hún til sóttvarnaaðgerða og almennra leiðbeininga til fólks um að stunda félagsforðun, þvo sér vel um hendurnar og að það haldi sig heima ef heilsufarið er ekki alveg upp á það besta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni