fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

18 létust af völdum Ómíkron í Danmörku á fimm vikum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 08:17

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska smitsjúkdómastofnunin, SSI, birti í morgun í fyrsta sinn upplýsingar um fjölda dauðsfalla af völdum Ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar. Uppgjörið nær yfir tímabilið frá 21. nóvember til 28. desember.

Á þessu tímabili greindust 55.700 manns með Ómíkron. Af þeim létust 18. Hvað varðar skráningu andláta þá flokkast það sem andlát af völdum kórónuveirunnar ef einstaklingur andast innan 30 daga eftir að staðfest er að viðkomandi sé sýktur af kórónuveirunni.

Á sama tímabili létust 100 af völdum annarra afbrigða veirunnar, flestir af völdum Delta. Heildarfjöldi smita af völdum annarra afbrigða var 127.146.

Út frá þessum tölum sést að tíðni dauðsfalla af völdum Ómíkron er um helmingur þess sem er af völdum annarra afbrigða. En það verður að setja þann varnagla að afbrigðið er nýtt og það líður ákveðinn tími frá smiti þar til fólk er hugsanlega lagt inn á sjúkrahús og/eða deyr. Einnig getur verið að ekki hafi allar skráningar um dauðsföll skilað sér enn sem komið er.

SSI telur að Ómíkron standi nú að baki um 90% smita í Danmörku.

Á þeim tæpu tveimur árum sem eru liðin síðan heimsfaraldurinn skall á hafa 3.292 látist af völdum COVID-19 í Danmörku en 840.037 hafa greinst með veiruna. Þetta svarar til þess að um 0,4% smitaðra hafi látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Í gær

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum