fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Trúnaði aflétt af leynilegu samkomulagi – Epstein greiddi 66 milljónir til konunnar sem sakar Andrés prins um kynferðisbrot

Pressan
Mánudaginn 3. janúar 2022 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona að nafni Virginia Giuffre hefur vakið mikla athygli undanfarið eftir að hún steig fram og sakaði Andrés Bretaprins um kynferðisofbeldi. Málið hefur eðlilega vakið mikla athygli í Bretlandi og hefur prinsinn haft hægt um sig frá því að Virginia steig fram.

Í dag dró til tíðinda þegar samkomulag sem Virginia gerði við barnaníðinginn Jeffrey Epstein árið 2009 var opinberað, en lögmenn Andrésar telja að þessi vending muni verða til þess að mál gegn Andrési verði fellt niður.

Virginia stendur nú í málaferlum við Andrés prins fyrir að hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var unglingur. Áður hafði Virginia leitað réttar síns gegn Epstein, en því máli var lokið með dómsátt. Andrés hefur neitað sök í málinu og hafa lögmenn hans vísað til þess að dómsáttin frá 2009 komi í veg fyrir að Virginia geti sótt bætur til prinsins, en þeir hafa ekki geta fært sönnur á það þar sem trúnaður ríkti um efni sáttarinnar. Þeim trúnaði var þó aflétt fyrir dómstólum í New York í dag.

Samkvæmt dómsáttinni samþykkti Virginia að fá um 66 milljónir króna í bætur frá Epstein og samhliða því falla frá öllum kröfum sem hún gæti átt á hendur hans eða aðila er tengdust honum. Orðalagið er afar rúmt og vísar til þeirra sem gætu talist „varnaraðilar“ í dómsmálum. Þessir mögulegu aðilar eru ekki tæmandi taldir í sáttinni eða nefndir á nafn en Virginia hafði þó í kröfu sinni 2009 vísað til konungsborins einstaklings og telja lögmenn Andrésar því kýrskýrt að sáttin verndi prinsinn frá kröfum Virginiu og því beri að vísa málinu frá. Samkomulagið feli í sér algjört afsal á öllum kröfum á hendur Epstein og öllum þeim sem Virginia gæti mögulega höfðað mál gegn út af Epstein og sé deginum ljósara að Andrés prins falli þar undir.

Virginia segir að Epstein hafi neytt hana til að hafa samfarir við prinsinn árið 2001 þegar hún var aðeins 17 ára gömul. Málið sem hún hefur höfðað er einkamál þar sem hún fer fram að miskabætur en upphæð þeirra hefur ekki verið gerð opinber. Hún segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar hún var neydd til að sofa hjá Andrési og segir hún að prinsinn hafi verið meðvitaður um bæði aldur hennar og að hún væri þolandi mansals.

Lögmaður Virginu hefur hafnað túlkun lögmanna Andrésar á samkomulaginu og segir að það vísi aðeins til þeirra einstaklinga sem hafi tengst starfsemi og brotum Epsteins í húsi hans í Flórída sem hefur verið nefnt „hryllingshúsið“ í fréttaflutningi síðustu ára.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skartgripum að verðmæti 1,8 milljarða stolið í innbroti í heimahús

Skartgripum að verðmæti 1,8 milljarða stolið í innbroti í heimahús
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu sjö tonn af kókaíni niðurgrafin á bóndabæ

Fundu sjö tonn af kókaíni niðurgrafin á bóndabæ
Pressan
Fyrir 5 dögum

Herlögreglan er tilbúin til átaka við glæpagengin á Haítí

Herlögreglan er tilbúin til átaka við glæpagengin á Haítí
Pressan
Fyrir 5 dögum

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt