Þetta kemur fram í umfjöllun The Mirror. Vitnað er í spádóma eftir hinn fræga franska stjörnufræðing Nostradamus og hina blindu Baba Vanga en margir telja að þau tvö hafi spáð rétt fyrir um fjöld atburða í gegnum tíðina.
Meðal þess sem Baba Vanga, sem lést 1996, er sögð hafa spáð fyrir um er að nýr heimsfaraldur skelli á heimsbyggðinni. Hann mun eiga upptök sín í Síberíu þar sem frosinn veira losnar úr sífreranum vegna hnattrænnar hlýnunar. Ef þetta bætist nú við kórónuveiruna, sem nú herjar á heimsbyggðina, verður staðan örugglega ansi erfið.
Margir hafa miklar áhyggjur af því að stríðsátök geti verið yfirvofandi. Meðal annars í Úkraínu en Rússar hafa safnað miklum herafla við úkraínsku landamærin og virðast vera að undirbúa innrás. Það hefur styrkt marga í trú á að innrás sé yfirvofandi að rússnesk stjórnvöld eru sögð hafa samþykkt áætlanir um fjöldagrafir, en MK skýrði frá þessu nýlega, vegna fyrirhugaðrar innrásar í Úkraínu og stríðs í kjölfarið.
En það er víðar en á landamærum Rússlands og Úkraínu sem ástandið þykir ótryggt og þar ber einna hæst Taívan en Kínverjar hafa fært sig mjög upp á skaftið síðustu mánuði og hafa verið mjög ágengir í lofti og á sjó við eyjuna. Bandaríkin styðja Taívan og bandarískir hermenn eru á eyjunni og aðstoða við þjálfun hers landsins. Samband Kína og Taívan hefur ekki verið eins slæmt og það er nú, áratugum saman. Kínverjar líta á Taívan sem órjúfanlegan hluta af Kína og hafa kínverskir ráðamenn sagt að ef nauðsyn krefji verði hervaldi beitt til að ná eyjunni undir kínverska stjórn.
Í hinni frægu bók Nostradamusar, „Les Prophéties“, frá 1555 er að finna 942 spádóma um framtíðina að sögn þeirra sem telja sig geta lesið í skrif hans. Það er snúið að lesa úr spádómum hans sem byggjast á stöðu stjarnanna frekar en dagatali en „sérfræðingar“ telja sig geta lesið úr þeim að árið í ár geti verið árið sem stríð geti brotist út í Evrópu. Í spádómum Nostradamusar kemur ítrekað fyrir að ráðist verði inn í Frakkland af óvini úr austri.
Samkvæmt spám Baba Vanga þá munu margir öflugir jarðskjálftar ríða yfir á árinu sem og miklar flóðbylgjur. Auk þessi muni verða mikil flóð í Ástralíu og hlutum Asíu.
Á sama tíma munu margar borgir glíma við vatnsskort sem aftur mun hafa pólitískar afleiðingar og mörg ríki verða að leita nýrra leiða til vatnsöflunar.
Hún er einnig sögð hafa spáð fyrir um mikla hitabylgju á Indlandi þar sem hitinn muni fara í 50 gráður og uppskera muni eyðileggjast þess vegna.
Ekki er mikið bjartara yfir ef marka má spá Nostradamusar sem er sagður hafa spáð fyrir um hlýnandi loftslag, hækkandi sjávarborð og vandræði við fæðuöflun fyrir alla.
Heimsfaraldur, pólitískur óstöðugleiki og margskonar erfiðleikar hafa valdið hækkandi verðbólgu víða um heim að undanförnu. Á þessu ári megum við eiga von á skattahækkunum, hækkunum á orkuverði og færri peningum í veskinu okkar.
Nostradamus er sagður hafa spáð fyrir um verðhækkanir á nauðsynjavörum og háa verðbólgu. Hann er meira að segja sagður hafa spáð fyrir um að fólk fari að leggja sér annað fólk til munns vegna skorts á matvælum.
Verður árið í ár, árið þar sem við fáum staðfestingu á að vitsmunaverur séu til utan jarðarinnar? Baba Vanga er sögð hafa spáð fyrir um innrás geimvera á þessu ári. Þær eiga að sögn að senda loftstein í átt að jörðinni til að leita að líf. En útkoman úr þessu verður að sögn ekki glæsilegt.
Við verðum víst bara að bíða og sjá hvort þessir spádómar og vona að þeir rætist bara alls ekki.