Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að um meðferð/lyf sem nefnist Palforzia sé að ræð. Meðferðin dregur úr einkennum ofnæmisviðbragða við jarðhnetum.
Framleiðendur lyfsins segja að það hjálpi til við að draga úr ofnæmi barna. Lyfið er gefið í smáskömmtum í munn en þannig er ónæmi byggt upp. Börnin fá jarðhnetuprótín, í fyrstu 0,5 milligrömm en síðan er magnið aukið hægt og rólega þar til það nær 6 milligrömmum.
Tvær stórar rannsóknir, sem voru gerðar á meðferðinni, sýna að hún getur létt börnum lífið svo um muna. Sem dæmi má nefna hina níu ára Emily, sem tók þátt, en hún getur nú til dæmis borðað á veitingastöðum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af að hnetur, sem þar eru, geti ógnað lífi hennar.