fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Er samkynhneigð jafn algeng hjá báðum kynjum?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. janúar 2022 22:00

Fáni hinsegin fólks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er jafn hátt hlutfall samkynhneigðra hjá kynjunum? Kannski hafa einhverjir velt þessari spurningu fyrir sér og ekki fengið svar við henni.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sálfræðingsins Michael Bailey, hjá University of Lethbridge í Kanada, frá 2016 þá hafa 7% fullorðinna karla á Vesturlöndum og 13% kvenna átt einhverja kynferðislega upplifun með einhverjum af sama kyni.

Ef horft er á þessar tölur þá má ætla að samkynhneigð sé algengari hjá konum. En þegar fólk er spurt hvort það er samkynhneigt segjast 0,5% karla vera það en 2% kvenna.

En fyrrnefnd rannsókn var byggð á því að þátttakendur svöruðu spurningum um hvort þeir hefðu átt kynferðislega upplifun með einhverjum af sama kyni og því er erfitt fyrir vísindamenn að staðfesta áreiðanleika hennar.

Það gerir rannsóknir á þessu ekki auðveldari að samkynhneigð er bönnuð með lögum í um 70 ríkjum. Samkvæmt sáttmálum SÞ þá er það fullgild ástæða til að sækja um hæli utan heimalandsins ef fólk óttast um öryggi sitt og líf vegna kynhneigðar sinnar.

Í sumum löndum, til dæmis Íran og Sómalíu, liggur dauðarefsing við því að stunda kynlíf með einhverjum af sama kyni. Það er því ekki alltaf snjallt að svara sannleikanum samkvæmt þegar fólk er spurt út í kynhneigð sína.

Árið 2003 reyndu samtökin Frontline AIDS að finna út hversu algengt það væri utan Vesturlanda að karlar stunduðu kynlíf með öðrum körlum. Mikill munur á hlutfallinu á milli heimshluta og svæða. Í austanverðri Asíu höfðu 3-5% karla stundað kynlíf með körlum en í suður og suðausturhluta álfunnar var hlutfallið 6-12%. Í Latnesku-Ameríku var hlutfallið á bilinu 6-20%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn