Í skýrslunni, sem heitir „You‘re going to your death“, kemur fram að brotið hafi verið alvarlega á mannréttindum 66 Sýrlendinga eftir að þeir sneru aftur til Sýrlands. Sýrlenska leyniþjónustan hafði afskipti af þeim, fangelsaði þá og þeir voru pyntaðir og misþyrmt að sögn Lisa Blinkenber, ráðgjafa hjá Amnesty International.
Í skýrslunni kemur fram að fimm hafi látist á meðan þeir voru í haldi öryggissveita og 17 sé saknað. Í skýrslunni er skýrt frá 14 kynferðisbrotum gegn heimsendu fólki, þar á meðal nauðgun á 5 ára stúlku.
Blinkenberg segir að öryggissveitirnar líti á heimsent fólk sem föðurlandssvikara og hryðjuverkamenn. Sveitirnar krefji fjölskyldur fólksins um háar fjárhæðir fyrir að láta það laust.