fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Pressan

Leystu rúmlega 20 ára gamlar morðgátur – Þrjár konur voru myrtar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. september 2021 22:30

Jessica Good, Sia Demas og Kimberly Dietz-Livesey. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Flórída leysti nýlega þrjú rúmlega 20 ára gömul morðmál. Morðinginn er látinn en hann fórst í flugslysi árið 2005. Hann hét Roberto Fernandes og telur lögreglan að konurnar þrjár hafi ekki verið einu fórnarlömb hans, hann hafi verið nokkuð afkastamikill raðmorðingi.

Sky News segir að eitt fórnarlamba hans hafi verið Kimberly DietzLivesey en lík hennar fannst í tösku í vegkanti nærri Fort Lauderdale í Flórída í júní árið 2000. Tveimur mánuðum síðar fannst lík Sia Demas í íþróttatösku skammt frá. Í ágúst 2001 fannst lík Jessica Good í sjónum  nærri Miami. Hún hafði verið stungin til bana. Konurnar voru allar vændiskonur og háðar fíkniefnum.

Grunur lögreglunnar beindist að Fernandes en hann starfaði þá hjá fyrirtæki í Miami. Hann flúði til Brasilíu en engin framsalssamningur er í gildi á milli landanna.

Í Brasilíu var hann ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína en hann var sýknaður því dómurinn trúði frásögn hans um að hann hefði orðið henni að bana í sjálfsvörn. Fjölskylda konunnar var að sögn ósátt við sýknudóminn og reyndi að láta myrða hann. Hann flúði til Paragvæ en lést í flugslysi og var jarðsettur í Brasilíu.

Roberto Fernandez. Mynd:Lögreglan

Í millitíðinni hafði lögreglan í Flórída ekki komist langt með rannsókn á morðunum þremur en þegar hún fékk aðgang að gögnum brasilísku lögreglunnar var hægt að gera samanburðarrannsókn á lífsýnum sem fundust á konunum þremur og lífsýnum úr Fernandes. Fyrst varð þó að fá heimild hjá brasilískum dómara til að grafa lík Fernandes upp til að sannreyna að hann hefði ekki sviðsett dauða sinn og útför. Lík hans reyndist vera í gröfinni og lífsýni úr því pössuðu við lífsýni sem fundust á fórnarlömbunum í Flórída.

Gregory Tony, lögreglustjóri í Broward County sagði að „réttlætið hafi ekki síðasta söludag“. „Ég er viss um að það eru fleiri mál. Það eru engin takmörk á hvar hann gæti hafa látið til skara skríða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum
Pressan
Í gær

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé