Merrick Garland, dómsmálaráðherra, skýrði frá þessu í gær. Lögin eru mjög ströng en samkvæmt þeim er þungunarrof óheimilt eftir sjöttu viku meðgöngu og skiptir þá engu þótt um nauðgun eða sifjaspell hafi verið að ræða. Þungunarrof er aðeins heimilt eftir sjöttu viku meðgöngu ef líf móðurinnar er í hættu.
Í tilkynningu frá Garland segir að ráðuneyti hans „muni bjóða fram aðstoð alríkisstjórnarinnar þegar ráðist verður á þungunarrofsmiðstöðvar eða frjósemismiðstöðvar“. Hann sagði einnig að ráðuneytið hafi nú þegar sett sig í samband við alla saksóknara og rannsakendur alríkisins í Texas til að ræða innan hvaða ramma þeir gera starfað.
„Við munum ekki líða neinskonar ofbeldi gegn fólki sem óskar eftir eða bíður upp á frjósemisaðgerðir,“ sagði hann.