fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Rúmlega hálf milljón indverskra bænda mótmælti

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. september 2021 07:15

Frá mótmælunum í gær. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær söfnuðust rúmlega 500.000 bændur saman í Muzaffarnagar á Indlandi til að mótmæla þremur nýjum lögum um landbúnað og þrýsta á ríkisstjórnina um að draga þau til baka. Bændurnir segjast ætla að mótmæla í öllum bæjum Uttar Pradesh, fjölmennasta ríkis landsins, til að þrýsta á ríkisstjórnina.

Þetta eru fjölmennustu mótmæli bænda í landinu í tæpt ár en þeir hafa barist gegn lögunum og vilja að þau verði afnumin. Talsmaður bænda sagðist telja að mótmælin muni auka þrýsting á ríkisstjórn Narendra Modis um að afnema lögin. „Við munum herða mótmæli okkar með því að mótmæla í hverjum einasta bæ í Uttar Pradesh til að breiða út boðskapinn um að ríkisstjórn Modis sé óvinur bænda,“ sagði talsmaðurinn, Rakesh Tikait.

Um 250 milljónir búa í Uttar Pradesh en landbúnaður er mjög mikilvægur þar.

Lögin, sem tóku gildi í september á síðasta ári, kveða á um að bændur geti selt afurðir sínar beint til heildsala án þess að fara um markað sem lýtur stjórn ríkisvaldsins. Ríkisstjórnin telur að þetta muni verða til þess að bændur fái hærra verð fyrir afurðir sínar en bændur segja það ekki vera svo því þeir hafi ekki sama afl lengur hvað varðar samninga um verð.

Síðustu átta mánuði hafa tugir þúsunda bænda verið í tjaldbúðum við aðalleiðirnar til höfuðborgarinnar Nýju Delí til að láta andúð sína á landbúnaðarstefnu hennar í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“