fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Morðin sem skekja samfélagið – Hver myrti mæðginin og eru tengsl við dauða tveggja unglinga?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. september 2021 05:59

Murdaugh-fjölskyldan. Buster, Maggie, Paul og Alex. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. júní kom Alex Murdaugh, 53 ára, að eiginkonu sinni og syni látnum í veiðikofa í Lowcountry í Suður-Karólínu. Þau höfðu verið myrt. Fjölskyldan er vel þekkt á þessu svæði. Alex Murdaugh er þekktur lögmaður og var áður saksóknari í sýslunni og það voru faðir hans, afi og langafi einnig á sínum tíma. Hann rekur nú lögmannsstofu sem er með marga þekkta og valdamikla einstaklinga á meðal viðskiptavina. Fjölskyldunni hefur verið lýst sem ættarveldi í Suður-Karólínu.

New York Post skýrir frá þessu.

Á laugardaginn var Alex Murdaug á leið til Charleston. Á leiðinni bilaði bíll hans og stöðvaði hann í vegkantinum. Öðrum bíl var ekið framhjá. Ökumaður hans stöðvaði fyrir framan bíl Murdaug, sneri við og ók framhjá Murdaugh og skaut hann í höfuðið og ók á brott.

Murdaugh lifði árásina af og gat skýrt lögreglunni frá málavöxtum. Má segja að málið hafi flækst enn frekar við þetta.

Eins og fyrr sagði voru eiginkona hans, Maggie 52 ára, og sonur þeirra, Paul 22 ára, skotin til bana í veiðikofa fjölskyldunnar í júní. Hinn sonur þeirra, Buster, var ekki með þeim í veiðikofanum. Mæðginin voru skotin með sitthvoru skotvopninu og bæði voru þau skotin mörgum skotum.

Paul Murdaugh.

Murdaugh hefur aldrei legið undir grun um morðin að sögn lögreglunnar en hann var á sjúkrahúsi þegar mæðginin voru skotin.

Bandarískir fjölmiðlar segja að lögreglan telji morðingjann eða morðingjana vilja hefna sín á Murdaugh og gerir það rannsóknina mjög erfiða því hann á sér marga óvini eftir áralöng störf sem saksóknari og lögmaður. Listinn yfir hugsanlega óvini er því mjög langur.

Lögreglan hefur nú hafið rannsókn á nýjan leik á bátaslysi sem átti sér stað 2019. Þá lést hin 19 ára Mallory Beach. Paul Murdaug, sem var myrtur í veiðikofanum, var þá grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði báti og varð valdur að slysinu sem varð Mallory að bana. Lögreglan var gagnrýnd fyrir rannsókn sína á því máli og grunur lék á að Paul hafi sloppið vel frá rannsókninni vegna hins valdamikla föður síns og afa. Nefnt hefur verið sem dæmi að í fyrstu yfirheyrslu yfir einum farþeganna í bátnum sagði hann að Paul hefði verið við stýrið. Í skýrslu lögreglunnar segir að vitnið hafi ekki vitað hver var við stýrið.

Stephen Smith. Mynd:Facebook

 

 

 

 

 

Hitt málið er andlát Stephen Smith sem fannst látinn í vegkanti í nokkurra kílómetra fjarlægð frá heimili Murdaugh-fjölskyldunnar fyrir sex árum. Hann var 19 ára þegar hann lést. Lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að líklega hefði verið ekið á hann og ökumaðurinn hefði stungið af frá vettvangi. Enginn var handtekinn vegna málsins. Móðir hans hefur alla tíð efast um niðurstöðu lögreglurannsóknarinnar og fagnaði mjög þegar lögreglan ákvað að hefja rannsókn á málinu á nýjan leik. „Ég hef beðið eftir þessu í 2.174 daga,“ sagði hún. Ekki er vitað hvort Stephen Smith hafði einhver tengsl við Murdaugh-fjölskylduna og ef svo var, hver þau voru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors
Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta áttu að borða til að sofa betur

Þetta áttu að borða til að sofa betur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaðurinn endaði með morði – Greip sverð og stakk konuna

Skilnaðurinn endaði með morði – Greip sverð og stakk konuna