fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Pressan

Ísraelsk yfirvöld segja að líklega þurfi fjórða bóluefnaskammtinn gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. september 2021 09:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salman Zarka, ráðgjafi ísraelskra yfirvalda um kórónuveirufaraldurinn, segir að nú þegar eigi að hefjast handa við undirbúning þess að gefa landsmönnum fjórða skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni.

„Veiran er hér og mun áfram vera hér og því verðum við að undirbúa okkur undir fjórða skammtinn,“ sagði hann í samtali við sjónvarpsstöðina Kan.

Hann sagði ekki hvenær ætti að byrja að gefa fjórða skammtinn en sagði að hægt verði að nota uppfærðar útgáfur af bóluefni sem veiti meiri vernd gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar, til dæmis gegn Deltaafbrigðinu. Times of Israel skýrir frá þessu.

„Svona verður lífið framvegis, í bylgjum,“ sagði hann.

Ísrael var fyrst ríkja heims til að bjóða upp á þriðja skammtinn af bóluefni en í byrjun ágúst var öllum 60 ára og eldri boðið upp á þriðja skammtinn. Í næstu viku er röðin komin að öllum eldri en tólf ára sem fengu skammt númer tvö fyrir minnst fimm mánuðum.

Fyrir helgi höfðu 2,5 milljónir landsmanna fengið þriðja skammtinn en um 9 milljónir búa í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032
Pressan
Fyrir 3 dögum

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast