fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Háskóli í vanda – Vildu ekki starfsumsóknir frá hvítu fólki

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. september 2021 18:00

Ein af byggingum Humboldt háskólans. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er svo sannarlega ekki í þágu hagsmuna Humboldt háskólans að mismuna fólki,“ segir í yfirlýsingu frá stjórnendum háskólans en hana sendu þeir frá sér eftir að háskólinn komst í sviðsljósið vegna atvinnuauglýsingar þar sem fram kom að hvítt fólk ætti helst ekki að sækja um starfið.

Berline Zeitung skýrir frá þessu. Fram kemur að um ráðgjafastöðu var að ræða þar sem nemendum af innflytjendaættum væru veitt ráð og aðstoð sem og transfólki.  Í auglýsingunni stóð að það hafi reynst best í tengslum við þetta ráðgjafastarf að ráðgjafinn væri svartur eða litaður. „Við biðjum því hvítt fólk um að sækja ekki um þessa stöðu,“ stóð í auglýsingunni.

Í kjölfarið helltist gagnrýni yfir þennan elsta háskóla Berlínar og svo virðist sem stjórn hans hafi hlustað á gagnrýnina því hún brást við með því að láta breyta auglýsingunni og segir nú í henni að það hafi reynst best í tengslum við þetta ráðgjafastarf að ráðgjafinn geti miðlað af eiginn reynslu af kynþáttamisrétti og því er fólk, sem upplifir kynþáttamismunum, hvatt til að sækja um starfið en ráðið verður í stöðuna frá 15. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð