Berline Zeitung skýrir frá þessu. Fram kemur að um ráðgjafastöðu var að ræða þar sem nemendum af innflytjendaættum væru veitt ráð og aðstoð sem og transfólki. Í auglýsingunni stóð að það hafi reynst best í tengslum við þetta ráðgjafastarf að ráðgjafinn væri svartur eða litaður. „Við biðjum því hvítt fólk um að sækja ekki um þessa stöðu,“ stóð í auglýsingunni.
Í kjölfarið helltist gagnrýni yfir þennan elsta háskóla Berlínar og svo virðist sem stjórn hans hafi hlustað á gagnrýnina því hún brást við með því að láta breyta auglýsingunni og segir nú í henni að það hafi reynst best í tengslum við þetta ráðgjafastarf að ráðgjafinn geti miðlað af eiginn reynslu af kynþáttamisrétti og því er fólk, sem upplifir kynþáttamismunum, hvatt til að sækja um starfið en ráðið verður í stöðuna frá 15. september.