fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

Blóðug átök glæpagengja í Marseilles

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. september 2021 22:30

Frá Marseille.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttan um yfirráðin á fíkniefnamarkaðnum í frönsku borginni Marseille hefur verið blóðug síðustu vikurnar og hefur sumarið verið ansi blóðugt og mannskætt. Margir hafa verið myrtir og lítið lát virðist vera á átökunum.

Nýlega stóðu tveir 14 ára piltar í útjaðri íbúðahverfis, á stað þar sem lögreglan og allir vita að fíkniefni eru seld allan sólarhringinn, þegar mótorhjóli var ekið fram hjá þeim. Á því voru tveir menn, farþeginn var vopnaður vélbyssu og skaut hann ískaldur á piltana tvo. Annar þeirra lést en hinn lifði árásina af. Sá látni er yngsta fórnarlamb í þeim hörðu átökum glæpagengja sem standa yfir í borginni.

Að minnsta kosti 15 hafa látist í átökum glæpagengja í þessari næststærstu borg Frakklands það sem af er ári.

Nokkrum dögum eftir að 14 ára piltarnir voru skotnir var þeirra hefnt þegar þrír menn á þrítugsaldri voru myrtir í tveimur árásum á sömu klukkustundinni. Tveir voru skotnir ekki langt frá staðnum þar sem þeir 14 ára voru skotnir en hinum þriðja var rænt í rólegu hverfi í borginni. Lík hans fannst síðar í bíl í öðru hverfi í borginni. Hann hafði verið brenndur til bana. „Eigum við að sætta okkur við að telja fjölda skotinna á hverjum morgni?“ var spurt í leiðara dagblaðsins La Provence þann 23. ágúst.

Þeim sem vinna við að reyna að gera út af við fíkniefnasölu í borginni, til dæmis lögreglumenn og starfsfólk félagsmálayfirvalda, segja að meðlimir glæpagengjanna verði sífellt yngri og sumir þeirra séu í raun bara börn sem dragast inn í þennan harða heim og láta lífið í versta falli.

Sérfræðingar segja að mikið af unga fólkinu sé lokkað til liðs við glæpagengin í gegnum samfélagsmiðla. Sumir koma annars staðar að úr Frakklandi til að ganga til liðs við gengin.

Franskir fjölmiðlar segja að sum íbúðahverfin í Marseille séu eiginlega orðin gíslar í átökum glæpagengja um yfirráð yfir fíkniefnamarkaðnum. Í mars lét lögreglan til skara skríða í einu íbúðahverfi og var uppskeran ótrúleg. 51 kíló af kannabisefnum, 1,2 kíló af kókaíni og 308.000 evrur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsókn sýnir hvaða karlar gera konur hamingjusamari

Rannsókn sýnir hvaða karlar gera konur hamingjusamari
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svikahrappur hélt að 100 ára maður væri auðvelt fórnarlamb – Hafði algjörlega rangt fyrir sér

Svikahrappur hélt að 100 ára maður væri auðvelt fórnarlamb – Hafði algjörlega rangt fyrir sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lagaprófessor rekur hvernig Elon Musk hefur mölbrotið lög undanfarið – „Þetta er mjög furðulegt og líklega ólöglegt“

Lagaprófessor rekur hvernig Elon Musk hefur mölbrotið lög undanfarið – „Þetta er mjög furðulegt og líklega ólöglegt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjögur merki um að þú eigir að biðja um launahækkun

Fjögur merki um að þú eigir að biðja um launahækkun