Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að netfyrirtækjum verði gert að framfylgja þessu en þau framfylgja nú þegar ströngum kröfum um að notendur verða að skrá sig undir réttu nafni til að geta spilað tölvuleiki.
Tilkynnt var um þessar nýju reglur á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo af dagblaðinu The People‘s Daily en það er opinbert dagblað kommúnistaflokksins.
Nýlega sögðu kínverskir ríkisfjölmiðlar að tölvuleikjafyrirtæki framleiddu „andlegt ópíum“ og líktu þeim við „rafræn eiturlyf“ en í kjölfarið lækkaði verð hlutabréfa í stærstu kínversku tölvuleikjafyrirtækjunum mikið.