fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Skýjakljúfur í San Francisco sígur niður í jörðina og hallar – Ekki vitað hvað veldur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. september 2021 20:00

Millennium Tower sígur hægt og rólega. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýjakljúfurinn The Millennium Tower í San Francisco sígur hægt og bítandi niður í jörðina og hallar sífellt meira. Byggingin er 58 hæðir og í henni eru aðallega lúxusíbúðir sem kosta drjúgan skilding. Fyrir nokkrum árum byrjaði byggingin að síga og halla og hefur nú sigið tæpan hálfan metra. Ekki er vitað hvað veldur þessu.

CBS San Francisco segir að samningur hafi verið gerður um að styrkja undirstöður byggingarinnar og er kostnaðurinn við verkið áætlaður um 100 milljónir dollara. Til að styrkja undirstöðurnar á að nota stuðningsbjálka og hófst vinnan í maí á þessu ári. En nú hefur hún verið stöðvuð í bili að minnsta kosti. Ástæðan er að eftir að framkvæmdirnar hófust fór byggingin að síga enn hraðar en áður en heldur hafði hægt á siginu síðustu fimm árin.

Nú verður hafist handa við að reyna að komast að af hverju byggingin er enn að síga. Yfirvöld segja að húsið hafi sigið um að minnsta kosti 43 sm og halli um 35 sm. Engar fyrirætlanir eru uppi um að rýma húsið og því geta íbúarnir í lúxusíbúðunum haldið áfram að búa í hallandi og sígandi húsi.

Svona lítur þetta út við Millennium Tower þessa dagana. Mynd:EPA
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim