CBS San Francisco segir að samningur hafi verið gerður um að styrkja undirstöður byggingarinnar og er kostnaðurinn við verkið áætlaður um 100 milljónir dollara. Til að styrkja undirstöðurnar á að nota stuðningsbjálka og hófst vinnan í maí á þessu ári. En nú hefur hún verið stöðvuð í bili að minnsta kosti. Ástæðan er að eftir að framkvæmdirnar hófust fór byggingin að síga enn hraðar en áður en heldur hafði hægt á siginu síðustu fimm árin.
Nú verður hafist handa við að reyna að komast að af hverju byggingin er enn að síga. Yfirvöld segja að húsið hafi sigið um að minnsta kosti 43 sm og halli um 35 sm. Engar fyrirætlanir eru uppi um að rýma húsið og því geta íbúarnir í lúxusíbúðunum haldið áfram að búa í hallandi og sígandi húsi.