Báðar tegundirnar voru kjötætur og um níu metrar á lengd. Þær vógu 1 til 2 tonn. Báðar voru af ætt Spinosaur en sú ætt er þekkt fyrir langar og litlar höfuðkúpur og sterkar hendur og klær.
Vísindamenn telja að tegundirnar hafi búið við ströndina og hafi lifað af fiski, skjaldbökum og álíka lífverum.