Það var norðurkóreska fréttastofan KCNA sem skýrði frá þessu. Í frétt hennar segir að leiðtoginn íhugi að opna á nýjan leik nokkrar símalínur á milli ríkjanna og það á næstu dögum. Þetta er að sögn KCNA liður í að „gera vonir fólks um betri tengsl ríkjanna og viðvarandi frið“ að veruleika.
Ríkin hafi tæknilega séð verið í stríði síðan 1950 en 1953 var samið um vopnahlé en aldrei hefur því verið lýst yfir að stríðinu sé lokið.