fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Nú mega Texasbúar bera skotvopn á almannafæri án þess að hylja þau

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. september 2021 22:00

Mynd úr safni. mynd/wiki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn tóku ný skotvopnalög gildi í Texas. Samkvæmt þeim mega flestir íbúar ríkisins, sem eiga löglegt skotvopn, bera skotvopn á almannafæri án þess að hylja það og án þess að hafa hlotið þjálfun í meðferð skotvopna. Sérfræðingar segja að þetta muni gera lögreglunni erfiðara fyrir við að vernda almenning fyrir ofbeldisverkum þar sem skotvopnum er beitt.

CNN skýrir frá þessu. Þetta er nýjasta löggjöfin sem hefur verið samþykkt í Texas til að rýmka skotvopnalöggjöfina en ofbeldisverkum, þar sem skotvopnum er beitt, hefur fjölgað í Texas og fleiri ríkjum að undanförnu.

Það sem af er ári hefur skotárásum, sjálfsvíg eru ekki talin með, fjölgað um 14% miðað við sama tíma í fyrra og voru 3.200 á þessu ári en 2.800 á síðasta ári samkvæmt tölum frá the Gun Violence Archive.

Eddie Garcia, lögreglustjóri í Dallas, segir að lögin geri lögreglunni erfiðara fyrir við að greina á milli „góðs fólks með byssu og slæms fólks með byssu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann