CNN skýrir frá þessu. Þetta er nýjasta löggjöfin sem hefur verið samþykkt í Texas til að rýmka skotvopnalöggjöfina en ofbeldisverkum, þar sem skotvopnum er beitt, hefur fjölgað í Texas og fleiri ríkjum að undanförnu.
Það sem af er ári hefur skotárásum, sjálfsvíg eru ekki talin með, fjölgað um 14% miðað við sama tíma í fyrra og voru 3.200 á þessu ári en 2.800 á síðasta ári samkvæmt tölum frá the Gun Violence Archive.
Eddie Garcia, lögreglustjóri í Dallas, segir að lögin geri lögreglunni erfiðara fyrir við að greina á milli „góðs fólks með byssu og slæms fólks með byssu“.