The Guardian segir að á næstu vikum sé vonast til að hægt verði að komast til botns í hvað varð fjölskyldunni að bana. Hún fannst látin á gönguleiðinni þann 17. ágúst og var hundurinn þeirra dauður við hlið þeirra.
Ekki var neitt að sjá sem gat skýrt hvað hefði orðið þeim að bana og málin hafa ekki skýrst síðan fjölskyldan fannst. Lögreglan segir að þau hafi ekki verið myrt með vopni. Faðir Gerrish hefur sagt að hann trúi ekki að fjölskyldan hafi verið myrt.
„Við vitum að fjölskyldur og vinir John og Ellen bíða eftir svörum og við vinnum að rannsókn málsins allan sólarhringinn,“ segir Jeremy Briese, lögreglustjóri.
The Guardian segir að í fyrstu hafi lögreglan rannsakað hvort gas úr nærliggjandi námum hafi orðið fjölskyldunni að bana eða þörungaeitrun úr Mercedánni. Niðurstöður efnarannsókna liggja ekki fyrir.