Yahoo News skýrir frá þessu. „Þessi fyrrum forseti gerði lítið úr leyniþjónustustofnunum. Hann veitir rangar upplýsingar og er ógn við lýðræðið,“ sagði Murphy sem stýrði þeirri deild Homeland Security sem sér aðallega um að vernda landið fyrir hryðjuverkum og náttúruhamförum.
Murphy hefur áður gagnrýnt Trump en á síðasta ári sakaði hann embættismenn, sem Trump hafði skipað, um að leyna upplýsingum eða gera lítið úr þeim ef þær féllu ekki að boðskap Trump.