Ríkin hafa aldrei skrifað undir friðarsamning en þau skrifuðu undir vopnahléssamning 1953 og hefur vopnahlé því formlega verið í gildi síðan.
Samkvæmt frétt Sky News þá lagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, til á Allsherjarþingi SÞ í síðustu viku að Kóreuríkin myndu skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu sem gæti átt þátt í að koma á varanlegum friði þeirra á milli.
Kim Yo-jong, hin valdamikla systir einræðisherrans Kim Jong-un, svaraði tilboðinu og sagði það vera „aðdáunarvert og áhugavert“ en ekki væri hægt að ganga að því þar sem alltof miklir fordómar og fjandskapur séu í Suður-Kóreu gagnvart Norður-Kóreu.
Ri Thae-song, varautanríkisráðherra Norður-Kóreu, hefur einnig hafnað tilboðinu og sagt að það sé ekki aðgengilegt á meðan Bandaríkin breyti ekki stefnu sinni.