fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Áfrýjunardómstóll staðfesti heimild borgaryfirvalda í New York til að krefjast þess að starfsfólk skóla sé bólusett

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. september 2021 13:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfrýjunardómstóll í New York borg staðfesti í gær að borgaryfirvöld í stórborginni hafi fulla heimild til að krefjast þess að starfsfólk í skólum borgarinnar sé bólusett gegn kórónuveirunni.

Bill de Blasio, borgarstjóri, tilkynnti í ágúst að frá og með 27. september væri skylda fyrir alla 148.000 starfsmenn grunnskóla borgarinnar að hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. „Við vitum að þetta mun hjálpa til við að tryggja að allir séu öruggir,“ sagði hann þá.

Samskonar kröfur eru einnig gerðar til starfsfólks skóla í Los Angeles, Chicago og Washington D.C.

Kennsla hófst þann 13. september í skólum í New York að sumarfríi afloknu. Margir foreldra hafa áhyggjur af að skólarnir verði vettvangur smita. Samkvæmt frétt CNN þá smituðust rúmlega 600 nemendur í Nashville í Tennessee af kórónuveirunni á fyrstu tveimur vikum skólaársins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags