Það eru ættingjar þeirra sem fórust sem fjármagna rannsóknina. Mjög slæmt veður var þegar ferjan fórst, ölduhæðin var 4 til 6 metrar. Varð það til að afturhleri ferjunnar rifnaði af. Rannsóknarnefnd komst síðar að þeirri niðurstöðu að ferjan hefði farist vegna þess að hlerinn rifnaði af.
En margir hafa undrast hvernig getur staðið á því að ferjan sökk á tæpri klukkustund. Þeir sem lifðu slysið af og ættingjar hinna látnu hafa lengi barist fyrir því að ítarleg rannsókn verði gerð á slysinu.
Rannsóknarskipið Sentinel er nú á leið frá Hollandi til finnsku eyjunnar Uto, sem er nærri þeim stað þar sem flak Estonia er, til rannsóknar á flakinu. Aðalmarkmiðið er að rannsaka 4,1,2 metra gat sem fannst á skrokknum á síðasta ári. Þess er ekki getið í skýrslu rannsóknarnefndarinnar.