fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Unglingar handteknir – Hugðust minnast fjöldamorðsins í Columbine með skotárás

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. september 2021 21:00

Columbine High School. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu eftir hádegisverðarhlé í Columbine High School í Colorado í Bandaríkjunum þann 20. apríl 1999 gengu Eric Harris og Dylan Klebod inn í skólann, þar sem þeir voru nemendur, og skutu 12 nemendur og kennara til bana og særðu 24 til viðbótar. Því næst fyrirfóru þeir sér en þá hafði hryllingurinn staðið yfir i 50 mínútur.

Klukkustund áður höfðu þetta bara verið venjulegir unglingar en samt ekki. Þeir höfðu ákveðið að koma sér á spjöld sögunnar með því að myrða skólasystkin sín og kennara. Þetta var mannskæðasta skotárásin í bandarískum skóla fram að þessu og kom af stað sorglegri bylgju álíka atburða í öðrum bandarískum skólum.

Fjölmiðlar fjölluðu mikið um málið og Harris og Klebold voru af flestum sagðir klikkaðir fjöldamorðingjar. En það eru ekki allir sem líta þannig á þá. Í afkimum Internetsins er að finna ákveðna „menningarheima“ þar sem þeir eru hylltir sem píslarvottar og fyrirmyndir. Þeir sem fylgjast með þessum síðum kafa ofan í daglegt líf þeirra fyrir árásina, en því lýstu þeir í dagbókum og á myndbandsupptökum. Í Bandaríkjunum er þetta þekkt sem „Columbine-áhrifin“.

Á laugardaginn var hópur unglinga handtekinn í Pennsylvania en þau voru að undirbúa fjöldamorð til að halda upp á að 2024 verða 25 ár liðin frá fjöldamorðinu í Columbine. Þau ætluðu ekki að hrinda fyrirætlunum sínum í framkvæmd fyrr en þá en skólinn þeirra er í DunmoreNew York Post skýrir frá þessu.

ABC News segir að lögreglan hafi fundið 20-30 bensínsprengjur, efni til sprengjugerðar og leiðbeiningar auk lista yfir vopn og skotfæri heima hjá 15 ára stúlku sem er meðal hinna handteknu. Móðir hennar hefur sagt við fjölmiðla að dóttir hennar hafi verið „heltekin“ af Columbine.

Lögreglan komst á slóð fjórmenninganna eftir að móðir eins þeirra lét vita af fyrirætlunum þeirra eftir að hún hafði lesið skilaboð um að hópurinn ætlaði að „slátra skólanum“.

Fyrir tveimur vikum voru tveir piltar, 13 og 14 ára, handteknir í Flórída fyrir skipulagningu fjöldamorðs í skóla þeirra og byggðu þeir hugmyndir sínar á fjöldamorðinu í Columbine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?