Á æfingunni var nýrri tegund flugskeyta reynsluskotið og tilkynnt var að á næstu fimm árum verði útgjöld til varnarmála aukin um sem svarar til um 1.100 milljarða íslenskra króna. Peningarnir verða aðallega notaðir til að kaupa herflugvélar og flugskeyti.
Nú er verið að nútímavæða her landsins og gengur það hratt fyrir sig. Nýlega voru sex ný herskip sjósett en um korvettur af Tuo Chiang gerð er að ræða. Þær eru oft nefndar flugmóðurskipamorðingjar því með mikla skotgetu sína og hreyfanleika verða þær fremsta varnarlínan gegn kínverskri innrás af hafi.
Að auki er smíði hafin á átta kafbátum í skipasmíðastöð í Kaohsiung. Sá fyrsti á að vera tilbúin til notkunar eftir þrjú ár.
Kínverjar líta á Taívan sem uppreisnarhérað sem þeir hyggjast ná völdum yfir, með valdi ef þörf krefur.