fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Segir að íbúar á Madagaskar séu á barmi fyrstu hungursneyðar sögunnar vegna loftslagsbreytinganna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. september 2021 14:00

Áhrifa loftslagsbreytinganan gætir víða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir þurrkar herja nú á Grand Sud á Madagaskar, suðurhluta eyjunnar, þar sem viðvarandi sandstormar og sáralítil úrkoma gerir jarðveginn ónothæfan til ræktunar og neyðist fólk til að borða allt frá engisprettum og termítum til laufblaða og leirs.

„Madagaskar er á barmi fyrstu hungursneyðar sögunnar vegna loftslagsbreytinganna,“ hefur BBC eftir Shelley Thakral hjá WFP, Matvælaaðstoð SÞ.

Mörg hundruð þúsund íbúar eyjunnar þjást vegna þurrka og tugir þúsunda eru á barmi hungursneyðar að sögn Issa Sanogo, yfirmanns hjá SÞ í landinu. Nú er hið árlega hungurtímabil að hefjast á eyjunni. „Hungurtímabilið er að hefjast. Við eigum á hættu að sjá að fólk, sem hefur þraukað langvarandi þurrka, fara inn í þetta tímabil án þess að eiga möguleika á að borða, án peninga til að greiða fyrir heilsugæslu eða til að senda börnin í skóla, verða sér út um hreint vatn eða verða sér úti um fræ fyrir næsta sáningartímabil,“ skrifar Sanogo á vef SÞ.

Ástandið hefur orðið til þess að WFP hefur reiknað út hversu mikið fé stofnunin hefur þörf fyrir til að geta útvegað íbúum Grand Sud mat á komandi hungurtímabili. Nemur upphæðin sem svarar til um 14 milljarða íslenskra króna.

Íbúar á Madagaskar upplifðu sex sinnum alvarlega þurrka á milli 1990 og 2013 segir í skýrslu Alþjóðabankans frá 2014. Yfirleitt er ástandið verst á suðurhluta eyjunnar þar sem úrkoma er að jafnaði minni en á norðurhlutanum.

Vegna legu sinnar er Madagaskar meðal þeirra landa sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingunum og áhrifum þeirra segir í annarri skýrslu Alþjóðabankans frá 2018.

„Madagaskar er á barmi þess að upplifa fyrstu hungursneyð sögunnar vegna loftslagsbreytinganna. Þetta er fordæmalaust. Þetta fólk hefur ekki gert neitt til að valda þessum loftslagsbreytingum. Það notar ekki jarðefnaeldsneyti . . . en samt sem áður leggjast þyngstu byrðar loftslagsbreytinganna á herðar þess,“ hefur BBC eftir Shelley Thakral hjá WFP.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð