Víða um heim eru gerðar eftirlíkingar af ítölskum mat. Í ræðu sem Di Maio hélt í byrjun mánaðarins á ræðu ítalskra matvælaframleiðenda kynnti hann nýja aðgerðaáætlun um kynningu á ítalskri framleiðslu. Í henni felst að ríkisstjórnin heitir því að grípa til aðgerða til að vernda ítalska framleiðendur.
Ráðherrann sagði að umfang eftirlíkingaframleiðslu á ítölskum matvörum væri orðið mjög mikið og mikið áhyggjuefni. Hann lagði áherslu á að utanríkisráðuneytið vinni hörðum höndum að því að berjast gegn eftirlíkingum af ítölskum vörum um allan heim. Þessi barátta fer fram innan ESB og í Róm sitja opinberir starfsmenn og leita á internetinu að fölskum ítölskum ostum, vínum eða tómatsósu.
Samkvæmt nýju áætluninni verða starfsmenn ráðnir til sendiráða víða um heim til að annast vernd ítalskrar framleiðslu.