fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Pressan

Bjartsýnn ráðherra segir að næsta vor verði búið að sigrast á heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. september 2021 09:30

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við getum byrjað að lifa venjulegu lífi næsta vor án kórónuveirunnar. Þetta er eflaust eitthvað sem margir vilja heyra og vona svo sannarlega að reynist rétt og þó fyrr væri. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, er svona bjartsýnn og segist reikna með að næsta vor verði búið að ná upp hjarðónæmi í Þýskalandi og þar með sigra kórónuveirunnar.

„Þar með lýkur faraldrinum,“ sagði hann í samtali við dagblaðið Augsburger Allgemeine. „Ef það koma ekki ný afbrigði fram sem bóluefnin veita ekki vernd gegn, sem er mjög ólíklegt, þá munum við hafa sigrast á faraldrinum í vor og getum snúið aftur til eðlilegs lífs,“ sagði hann.

„Hjarðónæmi mun nást. Spurningin er bara hvort það verður með bólusetningu eða smiti. Bólusetningar eru án nokkurs vafa rétta leiðin,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varar fólk við að ganga um berfætt heima hjá sér

Varar fólk við að ganga um berfætt heima hjá sér
Pressan
Í gær

Algeng kynlífsathöfn sögð geta stuðlað að elliglöpum

Algeng kynlífsathöfn sögð geta stuðlað að elliglöpum