Þetta segir Lawrence Gibbons, hjá bresku National Crime stofnuninni, að sögn The Guardian. Hann segir að gögn sýni að bresk glæpagengi séu stöðugt að styrkja tengsl sín við önnur valdamikil evrópsk glæpagengi og sé þetta eftirtektarvert því fram að þessu hafi þessi gengi átt í harðri samkeppni á fíkniefnamarkaðnum.
Gibbons, sem á að baki 40 ára feril sem löggæslumaður, segir að nú séu löggæsluyfirvöld farin að finna stórar fíkniefnasendingar og virðist þær vera í eigu ýmissa glæpahópa í ýmsum löndum. Þeir hafi tekið saman höndum við smyglið. Þetta þýði að bresk glæpagengi eigi nú í samstarfi við ítölsku Ndrangheta mafíuna, sem stýrir að mestu evrópska kókaínmarkaðnum, um þetta.
Ndrangheta er gríðarlega valdamikil og umsvifamikil mafía. Árið 2013 taldi Evrópulögreglan Europol að ársvelta Ndrangheta væri 44 milljarðar punda sem var meira en samanlögð velta McDonald‘s og Deutsche Bank.