fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Pressan

Danir, Norðmenn og Svíar efla varnarsamstarf sitt

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. september 2021 18:30

F-16 á flugi yfir Danmörku. Mynd:Flyvevåbnets Fototjeneste/Forsvarskommandoen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær skrifuðu varnarmálaráðherrar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar undir viljayfirlýsingu um að styrkja varnarsamstarf ríkjanna enn frekar. Í því felst að fleiri sameiginlegar heræfingar verða haldnar og þau styrkja sameiginlegt eftirlit með svæðum sem skipta ríkin þrjú máli.

Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, segir að með viljayfirlýsingunni þjappi ríkin sér enn frekar saman. Ástæðan er að þau hafa áhyggjur af þróun mála á alþjóðavettvangi, ekki síst í Eystrasalti þar sem Rússar hafa aukið hernaðarumsvif sín mikið. Þess utan hafa ríkin áhyggjur af áróðursstarfsemi Rússa og dreifingu falsfrétta.

Danmörk og Noregur eru í NATO en Svíar ekki. Aðaláherslan verður áfram á NATO en samstarfið við Svía kemur því til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni
Pressan
Í gær

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold