Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, segir að með viljayfirlýsingunni þjappi ríkin sér enn frekar saman. Ástæðan er að þau hafa áhyggjur af þróun mála á alþjóðavettvangi, ekki síst í Eystrasalti þar sem Rússar hafa aukið hernaðarumsvif sín mikið. Þess utan hafa ríkin áhyggjur af áróðursstarfsemi Rússa og dreifingu falsfrétta.
Danmörk og Noregur eru í NATO en Svíar ekki. Aðaláherslan verður áfram á NATO en samstarfið við Svía kemur því til viðbótar.