Fuglarnir fundust dauðir nærri Simon‘s Town, sem er lítill bær nærri Höfðaborg. Á ströndinni halda mörgæsir til.
David Roberts, dýralæknir hjá samtökunum, sagði að krufning og rannsókn hafi leitt í ljós að fuglarnir voru með stungusár við augun. „Þetta er mjög sjaldgæft. Við teljum að svona gerist ekki oft, þetta er tilviljun,“ sagði hann. Hann sagði að einnig hafi verið dauðar býflugur á ströndinni.
Svæðið er þjóðgarður og hunangsflugur eru hluti af vistkerfinu þar.
Afríkumörgæsir eru í útrýmingarhættu og því er þetta mikið áfall.