Hugveitan segir að ríkisstjórnin ætti að setja á laggirnar aðgerðahóp til að takast á við þetta vandamál. Segir hugveitan að einn liður í lausn geti verið að bjóða upp á betri dagvistunarmöguleika og á viðráðanlegu verði. Segir hún að venjulegir vinnandi breskir foreldrar eyði 22% af tekjum sínum í að greiða fyrir heilsdagsdagvist en það er tvisvar sinnum meira en að meðaltali í öðrum vestrænum ríkjum.
Fæðingartíðnin á Englandi og í Wales náði hámarki 1964 þegar hver kona eignaðist að meðaltali 2,93 börn. Á síðasta ári var tíðnin komin niður í 1,58 sem er töluvert lægra en þarf til að halda mannfjölda stöðugum en til þess þarf fæðingartíðnin að vera 2,1. Í Skotlandi var fæðingartíðnin enn lægri eða 1,29.
Í skýrslu sinni, Baby Bust and Baby Boom: Examining the Liberal Case for Pronatalism, segir hugveitan að þetta muni á endanum leiða til skorts á vinnufæru fólki. Nú eru tæplega þrír eldri en 65 ára á hverja 10 vinnandi en um miðjan næsta áratug verður hlutfallið komið í 3,5 og 2060 verður það komið í tæplega 4 segir í skýrslunni. Samkvæmt spám þá verður fjórðungur Breta 65 ára og eldri árið 2050 en í dag er fimmtungur þjóðarinnar á þeim aldri.