fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Sakleysislegu tómatadósirnar voru ekki svo sakleysislegar eftir allt saman

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. september 2021 07:59

Það var lítið um tómata í þeim. Mynd:olicía Nacional

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska lögreglan handtók nýlega níu manns, sem tengjast þekktum skipulögðum glæpasamtökum, í Marbella. Margir hinna handteknu eru danskir ríkisborgarar að sögn 7 Dias Marbella. Ástæðan fyrir handtökunum er að upp komst um smygl á miklu magni af hassi. Hafði því verið komið fyrir í dósum sem áttu að innihalda niðursoðna tómata.

Samtals var um 780 kíló af hassi að ræða og hafði því verið komið fyrir í 381 dós. Hassið var í plastpokum ofan í dósunum. Senda átti hassið á brettum til Danmerkur.

Lögreglan fann efnin í vöruskemmu. Einnig var leitað á fleiri stöðum og lagði lögreglan hald á 201.000 evrur og háar fjárhæðir í dönskum krónum. Að auki var lagt hald á 25 lúxusbíla með dönsk skráningarnúmer. Verðmæti þeirra er sem nemur rúmlega 150 milljónum íslenskra króna.

Auk danskra ríkisborgara voru rússneskir og íranskir ríkisborgarar handteknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga