fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Puigdemont handtekinn á Ítalíu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. september 2021 06:10

Carles Puigdemont. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska lögreglan handtók Carles Puigdemont, leiðtoga sjálfstæðissinna í Katalóníu, í gærkvöldi þegar hann kom til Alghero flugvallarins á Sardiníu. Puigdemont er eftirlýstur af spænskum yfirvöldum sem vilja fá hann framseldan.

Puigdemont kom frá Brussel þar sem hann dvelur í sjálfskipaðri útlegð að sögn lögmanns hans. Spánverjar saka hann um að hafa staðið að baki ólöglegrar atkvæðagreiðslu árið 2017, meðal íbúa Katalóníu, um sjálfstæði Katalóníu frá Spáni. Margir þeirra stjórnmálamanna sem unnu að málinu með honum hafa verið dæmdir í allt að 13 ára fangelsi fyrir að hafa staðið fyrir atkvæðagreiðslunni.

Handtakan var framkvæmd á grundvelli handtökuskipunar frá í október 2019.

Puigdemont var kjörinn á Evrópuþingið 2019 og hefur belgískur dómstóll hafnað framsalskröfu Spánverja á þeim grunni að hann njóti friðhelgi sem þingmaður á Evrópuþinginu.

Lögmaður hans, Gonzalo Boye, skrifaði á Twitter í gærkvöldi að hann efist um gildi handtökuskipunarinnar þar sem dómstóll ESB hafi ógilt hana.

Nú bíður það verk ítalskra dómstóla að úrskurða um hvort Puigdemont verði látinn laus eða framseldur til Spánar. Dómari mun taka afstöðu til þess í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn