fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Hún rannsakaði morð – Nýlega fannst lík hennar í frysti

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. september 2021 06:02

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn fannst lík Miriam Travis, fyrrum lögreglukonu í morðdeild lögreglunnar í Los Angeles, í frysti í bílskúr við heimili hennar. Þar bjó hún með 64 ára dóttur sinni. Ekki er vitað hversu lengi líkið hafði verið í frystinum.

Los Angeles Times segir að lögreglan hafi farið að heimili mæðgnanna á sunnudaginn eftir að ættingi Travis tilkynnti að hann hefði ekki heyrt frá henni um langa hríð. Á heimilinu hittu lögreglumenn dóttur hennar, Carol, og voru svör hennar um hvar móðir hennar væri mjög óljós og loðin.

Húsið var að sögn lögreglunnar mjög skítugt og drasl út um allt. Í bílskúrnum fundu lögreglumenn stóran frysti og í honum var lík Travis gegnfrosið. Það var alveg heilt. Ekki liggur fyrir hvort hún lést af eðlilegum orsökum eða var myrt.

Hún lét af störfum hjá morðdeild lögreglunnar í Los Angelse fyrir rúmlega 30 árum og fór á eftirlaun og lét lítið fyrir sér fara eftir það. Hún var eftirsóttur ráðgjafi við gerð sakamálaþátta fyrir sjónvarp og vann við fjölda slíkra.

Carol vildi ekki ræða mikið við lögregluna sem segir að hún sé ekki grunuð um neitt saknæmt eins og staðan er núna en sé samt sem áður áhugaverð fyrir rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“