Dóminn hlaut hann fyrir árás með handsprengju á Champs-Élysées í París 1974. Tveir létust í árásinni.
Carlos er í fangelsi í Frakklandi en hann afplánar tvo aðra lífstíðardóma. Tilraunir hans til að fá þá mildaða hafa ekki borið neinn árangur. Þá hlaut hann fyrir morð á tveimur frönskum lögreglumönnum 1975 og fjölda sprengjutilræða í París og Marseille 1982 og 1983. 11 létust og tugir særðust.
Carlos var árum saman á lista yfir þá sem lögreglan vildi allra helst ná að handtaka. Hryðjuverk hans áttu að styðja málstað Palestínumanna.
Hann varð heimsþekktur 1975 þegar hann, í slagtogi við aðra vopnaða menn, tók 11 olíumálaráðherra og fleiri í gíslingu á fundi OPEC í Vín í Austurríki. Þrír voru myrtir áður en yfirvöld féllust á að útvega mannræningjunum flugvél. Þeir fóru til Alsír með henni og höfðu 40 gísla með sér. Þeim var síðar sleppt gegn greiðslu lausnargjalds.
Carlos fæddist í Venesúela 1949. Foreldrar hans voru sterkefnaðir. Hann varð kommúnisti ungur að árum og stundaði nám í Moskvu áður en hann gekk til liðs við herskáa hópa Palestínumanna.
Hann hefur verið í fangelsi í Frakklandi síðan 1994 en þá tókst úrvalssveitum franska hersins að handsama hann í Súdan og flytja til Frakklands.