fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Nýr banvænn sjúkdómur staðfestur í Danmörku – Leggst aðallega á eldri menn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. september 2021 06:13

Mynd/Getty/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir danskir læknar staðfestu nýlega að nýr og banvænn sjúkdómur sé til staðar í Danmörku en áður hafði aðeins verið vitað til þess að hann væri í Bandaríkjunum. Aðeins er um eitt ár síðan bandarískir vísindamenn staðfestu tilvist þessa sjúkdóms sem leggst aðallega á karla á efri árum.

Sjúkdómurinn hefur hlotið heitið Vexasheilkennið. Hann hafði aðeins greinst í Bandaríkjunum en nú hafa danskir læknar greint hann hjá sjúklingum á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.

Það var Jakob Werner Hansen, læknir og vísindamaður, sem áttaði sig nýlega á því að sjúkdómurinn væri til staðar í Danmörku. Hann var að lesa vísindagrein um sjúkdóminn og áttaði sig fljótt á að hann hefði séð nokkur einkenni hans hjá sjúklingum sínum.  Um töluverða hríð höfðu nokkrir karlar glímt við óútskýrð sjúkdómseinkenni sem danskir læknar gátu ekki greint. Við lestur greinarinnar sá hann að þeir þjáðust hugsanlega af Vexasheilkenninu.

BT segir að Werner Hansen hafi því sett sig í samband við Niesl Graudal, lækni, og þeir hafi saman byrjað að rannsaka sjúkdómseinkenni mannanna út frá bandarísku rannsókninni. Ekki leið á löngu þar til þeir gátu staðfest að um Vexasheilkennið var að ræða. Samkvæmt niðurstöðu bandarísku rannsóknarinnar er heilkennið mjög sjaldgæft og því kom það á óvart að finna það í Danmörku.

Nú þegar eru dönsku læknarnir búnir að finna fimm danska sjúklinga sem glíma við sjúkdóminn og fleiri eru á leið í rannsókn. Werner Nielsen segir að líklega sé heilkennið algengara en áður var talið. Það leggst aðallega á karla 50 ára og eldri og eru sjúkdómseinkennin allt frá einkennum í bandvef og blóðskorti yfir í breytingar á húðinni og verkja á nösum og eyrum.

BT hefur eftir Werner Hansen að það athyglisverða við þennan sjúkdóm sé að sjúklingarnir fái einkenni í bandvef þrátt fyrir að ástæðan fyrir einkennunum sé í stofnfrumunum en það skýri síðan blóðskortinn sem sjúklingarnir glíma við.

Ástæðan fyrir að sjúkdómurinn leggst aðeins á karla er að heilkennið tengist geni sem er á X-litningnum en karlar eru aðeins með einn X-litning en konur eru með tvo X-litninga og þeir þola vel að annar þeirra veikist.

Bandaríska rannsóknin sýnir einnig að dánartíðnin af völdum sjúkdómsins er mjög há en þar sem sjúkdómurinn er frekar nýuppgötvaður er ekki enn búið að finna út hvernig er best að meðhöndla hann. Lyf eru gefin til að draga úr sjúkdómseinkennunum en annað er ekki í boði eins og er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni