fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Lögðu hald á 3 tonn af heróíni frá Afganistan

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 08:01

Heróín. Myndin tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverska lögreglan lagði nýlega hald á þrjú tonn af heróíni frá Afganistan. Tveir Indverjar voru handteknir vegna málsins. Söluverðmæti heróínsins er talið vera sem nemur um 350 milljörðum íslenskra króna.

The Guardian segir að heróínið hafi verið geymt í tveimur gámum á Mundra hafnarsvæðinu í vesturhluta Indlands. Samkvæmt farmskrá átti að vera talk í gámunum.

Í öðrum gámnum voru tæplega tvö tonn af heróíni og í hinum tæplega 1 tonn. Heróínið er frá Afganistan en hafði komið til Indlands í gegnum Íran.

Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að nokkrir Afganar tengjast því en þeir hafa ekki verið handteknir.

Afganistan er stærsti framleiðandi heróíns í heiminum en 80-90% af heimsframleiðslunni koma þaðan. Heróínframleiðsla hefur aukist mjög þar í landi á síðustu árum og hafa Talibanar notið góðs af og geta nýtt sér ágóðann til að fjármagna baráttu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár