fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

FBI biðja almenning um aðstoð við að finna unnusta Gabby Petito – Lét sig hverfa áður en líkið fannst

Pressan
Miðvikudaginn 22. september 2021 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur óskað eftir að almenningur aðstoði við leitina af Brian Laundrie, unnusta Gabby Petitos sem fannst myrt á sunnudaginn, en Brian hefur stöðu sakbornings í málinu.

Gabby fannst á víðavang á tjaldsvæði í BridgerTeton skóginum í Wyoming, hennar hafði verið saknað síðan 11. september þegar fjölskylda hennar tilkynnti lögreglu um hvarf hennar en talið er að hún hafi látið lífið nokkuð fyrir það.

FBI óskar eftir að heyra frá hverjum þeim sem telja sig hafa séð til Gabby eða Brians, eða verið á ferð í BridgerTeton skóginum daganna 27-30 ágúst.

Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum sem og víðar í heiminum.

Kom einn heim úr ferðalaginu

Gabby og Brian lögðu af stað í ferðalag í júlí, svo kallað „roadtrip“ sem minnir helst á það þegar Íslendingar fara í hringferð, þar sem þau keyrðu á milli ríkja í Bandaríkjunum í eins konar húsbíl. Þau deildu myndskeiðum og myndum af ferðalaginu á samfélagsmiðlum, einkum á Instagram og YouTube.

Öllum að óvörum sneri Brian þó einn úr ferðinni þann 1. september, á bílnum sem þau höfðu ferðast á. Hann gaf fjölskyldu Gabby engar skýringar á því og 10 dögum síðar leitaði fjölskyldan til lögreglu. Gabby var horfin að því er virtist sporlaust, seinasta færslan hennar á samfélagsmiðlum var frá 25. ágúst á Instagram.

Brian lætur sig hverfa

Brian hefur frá því að hann sneri heim úr ferðalaginu neitað að tjá sig um málið, hvorki við fjölskyldu Gabby né lögreglu.

„Sem faðir get ég rétt ímyndað mér sársaukann og þjáninguna sem fjölskylda Gabby er að ganga í gegnum,“ sagði lögreglufulltrúinn Todd Garrison í yfirlýsingu 15. september. „Við erum að biðja alla, þar á meðal Brian, um að deila með okkur upplýsingum um hvar hún hefur verið undanfarnar vikur. Skorturinn á upplýsingum frá Brian er að hindra rannsóknina. Svörin muni koma fram að lokum“

Á þeim tíma vonuðust menn enn til að Gabby væri enn á lífi. En fjórum dögum síðar, á sunnudaginn, fundust líkamsleifar hennar og eftir krufningu varð ljóst að andlát hennar hefir borið að með saknæmum hætti.

Á mánudaginn var gerð húsleit á heimili Brians, en Brian lét sig hverfa þann 14. september og hefur leit af honum hingað til verið árangurslaus. Hann hefur stöðu sakbornings í málinu og er eftirlýstur af lögreglu.

Lögregluútkall og grunsamleg skilaboð

Lögreglan í smábænum Moab í Utah ríki hefur greint frá því að hafa haft afskipti af Gabby og Brian þann 12. ágúst eftir að þeim barst símtal sem greindi frá því að maður væri að beita konu ofbeldi.

„Ég vil tilkynna um heimilisofbeldi,“ sagði aðilinn sem hringdi í lögreglu. „Maðurinn var að slá stelpuna… þau voru hlaupandi upp og niður gangstéttina og hann barði hana og svo óku þau burt.“

Lögreglan hafði upp á þeim og ræddi við þau. Niðurstaða lögreglu eftir afskiptin var að þau væru bæði orðin nokkuð tæp andlega eftir að hafa ferðast vikum saman í litlum húsbíl. Þess vegna hafi þau rifist meira en þau ættu að sér. Fox hefur deilt upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannsins á vettvangi.

Samkvæmt móður Gabby, Nichole Schmidt, var Gabby vön að hringja í móður sína með FaceTime um þrisvar sinnum í viku en eftir 25. ágúst hætti hún því og hóf að senda bara textaskilaboð í staðinn. Nichole efast um að skilaboðin hafi í raun og veru verið send af Gabby. Meðal annars hafi ein skilaboðin kallað afa Gabby, Stan, en Gabby hefur að sögn Nichole aldrei kallað afa sinn annað en afa. Nichole er sannfærð um að Brian hafi sent öll skilaboð úr síma Gabby eftir 25. ágúst.

Vitni hefur einnig stigið fram sem kveðst hafa séð Brian 26. ágúst, akandi á húsbílnum, og hafi hann verið einn í bifreiðinni. Engin Gabby sjáanleg.

Brian yfirgaf heimili foreldra sinna þriðjudaginn 14. september og sagðist ætla í útilegu. Hann hefur ekki sést síðan. Lögreglu var ekki gert viðvart um hvarf hans fyrr en 17. september. Hann sagði foreldrum sínum að hann ætlaði að halda sig á Carlton náttúruverndarsvæðinu og vinnur lögregla nú að því að fínkemba svæðið. Þar er mikið skóglendi sem hefur torvelt leitina og ef Brians er virkilega þar og vill ekki vera fundinn þá torveldir það leitina enn frekar.

Brian hefur enn ekki verið ákærður fyrir glæp, en lögregla telur að hann gæti verið seinasta manneskjan sem sá Gabby á lífi og hann búi því yfir mikilvægum upplýsingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Jólahátíðin breyttist í martröð: Yfirheyrður tímunum saman með byssukúlu í höfðinu

Jólahátíðin breyttist í martröð: Yfirheyrður tímunum saman með byssukúlu í höfðinu
Pressan
Í gær

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Í gær

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“