fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 06:03

Donald Trump, forseti, og Mike Pence, varaforseti, fyrir aftan hann. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður, sem starfaði fyrir lögmannsteymi Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, reyndi að sannfæra Mike Pence, þáverandi varaforseta, um að hann gæti ógilt niðurstöður forsetakosninganna í nóvember á síðasta ári. Var honum sagt að hann gæti ógilt þær með því að taka atkvæði kjörmanna sjö ríkja ekki gild þegar atkvæði þeirra voru talin þann 6. janúar síðastliðinn en þann sama dag réðust stuðningsmenn Trump á þinghúsið í Washington.

Þetta kemur fram í bókinni „Peril“ eftir Bob Woodward og Robert Costa, blaðamenn hjá Washington Post.

Áætlunin um þetta var sett fram á tveggja blaðsíðna minnisblaði sem af lögmaðurinn John Eastman skrifaði. Woodward og Costa komust yfir þetta minnisblað og það gerði CNN einnig. Í umfjöllun CNN koma fram nýjar upplýsingar um gang mála þennan örlagaríka dag.

Tilraunirnar til að sannfæra Pence um að ógilda úrslit kosninganna voru ein af mörgum tilraunum sem teymi Trump stóð að bak við tjöldin í örvæntingarfullum tilraunum til að snúa úrslitum kosninganna við eftir að dómstólar höfðu hafnað öllum málatilbúnaði stuðningsmanna Trump um meint kosningasvindl.

Í „Peril“, sem verður gefin út í dag, er varpað nákvæmu ljósi á minnisblaðið og dreifingu þess. Það var sent til Mike Lee, þingmanns Repúblikana frá Utah, og Lindsey Graham, þingmanns Repúblikana frá Suður-Karólínu, til að reyna að sannfæra þá um að víðtækt kosningasvindl hefði verið viðhaft. Þeir gáfu ekki mikið fyrir minnisblaðið og sögðu það ekki sanna neitt. „Þú getur alveg eins lagt málið fyrir Elísabetu II drottningu. Þingið getur ekki gert þetta. Þú ert að eyða tíma þínum,“ sagði Lee við lögmenn Trump þegar þeir reyndu að fá úrslit kosninganna í Georgíu ógilt.

Stuðningsmenn Donald Trump réðust á þinghúsið 6. janúar. Mynd:Getty

Í minnisblaðinu var lögð fram áætlun í sex þrepum um hvernig ætti að fá Pence til að ógilda úrslit kosninganna og tryggja Trump þannig sigur. Meðal annars átti að fá hann til að ógilda atkvæði kjörmanna sjö ríkja. Síðan átti Pence að lýsa Trump sigurvegara með atkvæðum 232 kjörmanna á móti 222 atkvæðum Joe Biden. Lögmennirnir gerðu ráð fyrir að í kjölfarið myndu Demókratar mótmæla hástöfum og því væri næsta skref Pence að ákveða að þar sem hvorugur frambjóðandinn hefði fengið atkvæði 270 kjörmanna yrði fulltrúadeild þingsins að kjósa næsta forseta. Þar fengi hvert ríki eitt atkvæði. Repúblikanar voru þá með meirihluta í 26 ríkjum og hefðu þannig getað kosið Trump sem forseta.

Áætlunin var fyrst kynnt fyrir Trump í Hvíta húsinu þann 4. janúar þegar Trump var að reyna að sannfæra Pence um að hann hefði völd til að koma í veg fyrir að niðurstöður kosninganna yrðu staðfestar. „Þú verður að hlusta á John. Hann er virtur fræðimaður á sviði stjórnarskrárinnar. Hlustaðu á hann,“ er Trump sagður hafa sagt við Pence.

En Pence féllst ekki á áætlun Eastman og komst að þeirri niðurstöðu að stjórnarskráin færði honum engin völd umfram það að telja atkvæði kjörmanna.

CNN segir að minnisblaðið muni væntanlega vekja áhuga rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings sem er að rannsaka árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið í janúar. „Það sýnir áætlun, vel útfærða áætlun um að snúa úrslitum kosninganna við á hátt sem brýtur gegn stjórnarskránni,“ hefur CNN eftir heimildarmanni sem þekkir til rannsóknar rannsóknarnefndarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“