fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Telja sig hafa fundið lík Gabby Petito – Unnustinn grunaður og hans er nú leitað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. september 2021 05:59

Gabby og Brian. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan telur sig hafa fundið lík Gabby Petito sem leitað hafði verið síðustu tvo daga í Wyoming. Niðurstaða DNA-rannsóknar liggur ekki fyrir en lögreglan telur fullvíst að um lík Gabby sé að ræða. Unnusta hennar, Brian Laundrie, er nú leitað en hann er grunaður um að hafa orðið henni að bana.

Eins og kom fram í umfjöllun DV um málið í síðustu viku þá sneri Brian einn heim úr ferðalagi þeirra um Bandaríkin. Þau ætluðu að aka um Bandaríkin í húsbíl og heimsækja hina ýmsu þjóðgarða. Brian vildi ekki ræða við lögregluna eftir heimkomuna og veitti engar upplýsingar um hvar Gabby væri. Þar sem ekkert lík hafði fundist hafði lögreglan ekki ástæðu til að handtaka hann og yfirheyra og hann gat því neitað að ræða við hana um málið.

En marga grunaði að Brian vissi meira um afdrif Gabby en hann hafði látið uppi og töldu að hann hefði jafnvel myrt hana. Fjölskylda Brian sá hann síðast á þriðjudaginn í Flórída, heimaríki hans og Gabby, og er talið að hann hafi látið sig hverfa og fari nú huldu höfði og leitar lögreglan hans.

Tugir lögreglumanna leita hans nú á 24.000 hektara svæði nærri Sarasota í Flórída.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans